Samlífi manna og örvera
Hollusta, heilsa og sjálfbærni
Hringborðsumræður í Hveravík á Ströndum
1. apríl 2022 – kl. 15:00 til 17:00
Öndvegisverkefni um samlífi manna og örvera boðar til hringborðsumræðna um mikilvægi samlífis fyrir matvælaframleiðslu og neyslu, sjálfbærni og heilsu, út frá fjölbreyttu sjónarhorni þátttakenda með ólíkan bakgrunn og reynslu. Hugmyndin er að fá að heyra ólíkar hugmyndir og upplifanir af samlífi manna og örvera í hversdagslífinu í lifandi og skemmtilegu samtali.
Þar sem nokkrir þátttakendur eru ekki íslenskumælandi, fara umræðurnar fram á ensku.