KOMBUCHA

Kombucha er búið til úr því sem kallast SCOBY (Symbiotic culture of bacteria and yeast), en SCOBY er einskonar sveppur sem flýtur efst í flöskunni og margfaldar sig. Í krukkunni sem þú fékkst í ísskápnum ætti að vera smá bútur af SCOBY sem þú getur nú notað til þess að útbúa ógrynni af bragðgóðu kombucha sem örverur þarmaflórunnar munu kunna vel að meta. Við bendum einnig á Facebook-hópinn Kombucha Kefir Iceland þar sem kombucha- og kefirgerjarar deila ráðum og afleggjurum.

Hér er myndband þar sem Dagný Kristjánsdóttir útskýrir gerjunarferlið en hún hefur gerjað kombucha heima fyrir í mörg ár.